Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 12:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00