Magnaður Messi kominn með 700 mörk á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2020 12:30 Messi skorar sitt 700. mark með þægilegri ´chippu´í leiknum gegn Atletico Madrid í gær. David Ramos/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira