Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:14 Einar Hermannsson, nýkjörinn formaður SÁÁ. sAMSETT Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“ Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“
Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23
Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45