Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 16:49 Wow air varð gjaldþrota í mars í fyrra og dróst losun íslenskra flugrekenda verulega saman í kjölfarið. Mikil útþensla í fluggeiranum árin á undan þýðir þó að losunin er nú ennþá á pari við það sem gerðist árið 2015. Vísir/Vilhelm Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega. Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega.
Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira