„Mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2020 09:00 Martin á lestarstöðinni í Berlín í fyrradag. vísir/getty Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“ Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30