Svona var 81. upplýsingafundur almannavarna Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 13:30 Þríeykið svonefnda fer yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirufaraldurinn á Íslandi á upplýsingafundi klukkan 14:00 í dag. Vísir/Sigurjón Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag. Þar sátu þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fyrir svörum og fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi. Horfa má á upptöku af fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Textalýsingu Vísis á fundinum má einnig finna neðst í fréttinni. Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn; einn við landamæraskimun og hinn á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Tólf virk smit eru nú á landinu en voru ellefu í gær. 443 eru í sóttkví og fjölgar þar um rúmlega hundrað milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1.840. Fimm innanlandssmit hafa nú greinst frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum til landsins 15. júní. Tuttugu og tvö smit má rekja til útlanda en þrjú eru skráð með óþekkt upprunaland á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um faraldurinn. Af þeim tuttugu og tveimur smituðu sem komu til landsins eru fjórir taldir smitandi en aðrir með gömul smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag. Þar sátu þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fyrir svörum og fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi. Horfa má á upptöku af fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Textalýsingu Vísis á fundinum má einnig finna neðst í fréttinni. Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn; einn við landamæraskimun og hinn á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Tólf virk smit eru nú á landinu en voru ellefu í gær. 443 eru í sóttkví og fjölgar þar um rúmlega hundrað milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1.840. Fimm innanlandssmit hafa nú greinst frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum til landsins 15. júní. Tuttugu og tvö smit má rekja til útlanda en þrjú eru skráð með óþekkt upprunaland á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um faraldurinn. Af þeim tuttugu og tveimur smituðu sem komu til landsins eru fjórir taldir smitandi en aðrir með gömul smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira