Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 17:42 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. Hann staðfesti einnig að málið væri flokkað sem sakamál. Talið er að eldurinn hafi kviknað í vistarverum manns sem búsettur var á þriðju hæð hússins sem kviknaði í við Bræðraborgastíg síðdegis í gær. Maðurinn var handtekinn síðdegis í gær við rússneska sendiráðið en hringt var á lögregluna vegna þess að maðurinn var með ólæti fyrir utan sendiráðið. Maðurinn var í dag úrskurðaður í viku langt gæsluvarðhald fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sex einstaklingar voru búsettir á þriðju hæð hússins. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn í gær sáust fimm einstaklingar greinilega á þriðju hæð hússins og gripu tveir þeirra til þess að stökkva þaðan út um glugga. Einum var bjargað með stiga en á þeim tíma var ekki hægt að staðsetja hina tvo sem vitað var að voru í húsinu. Mennirnir fundust síðar í gær og voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Alls létust þrír í brunanum. Einn er enn á gjörgæslu, einn er á almennri deild og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Sá sem er á almennri deild var á gjörgæslu þar til á hádegi í dag. Ekki hefur verið borið kennsl á hina látnu með óyggjandi hætti og er það nú á borði Kennslanefndar og ríkislögreglustjóra að bera kennsl á hina látnu. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. Hann staðfesti einnig að málið væri flokkað sem sakamál. Talið er að eldurinn hafi kviknað í vistarverum manns sem búsettur var á þriðju hæð hússins sem kviknaði í við Bræðraborgastíg síðdegis í gær. Maðurinn var handtekinn síðdegis í gær við rússneska sendiráðið en hringt var á lögregluna vegna þess að maðurinn var með ólæti fyrir utan sendiráðið. Maðurinn var í dag úrskurðaður í viku langt gæsluvarðhald fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sex einstaklingar voru búsettir á þriðju hæð hússins. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn í gær sáust fimm einstaklingar greinilega á þriðju hæð hússins og gripu tveir þeirra til þess að stökkva þaðan út um glugga. Einum var bjargað með stiga en á þeim tíma var ekki hægt að staðsetja hina tvo sem vitað var að voru í húsinu. Mennirnir fundust síðar í gær og voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Alls létust þrír í brunanum. Einn er enn á gjörgæslu, einn er á almennri deild og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Sá sem er á almennri deild var á gjörgæslu þar til á hádegi í dag. Ekki hefur verið borið kennsl á hina látnu með óyggjandi hætti og er það nú á borði Kennslanefndar og ríkislögreglustjóra að bera kennsl á hina látnu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira