Brunagildrur vegna óhefts brasks í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 14:57 Grímur Atlasonstórtækur segir að stórtækur braskari hafi gert leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaða. visir/vilhelm Grímur Atlason framkvæmdastjóri telur margþættar ástæður búa að baki því að svo skelfilega fór sem fór þegar eldur braust út í húsi við Bræðraborgarstíg. Hann telur yfirvöld, og okkur öll, bera þar ábyrgð. Grímur segir að brunagildrur sé víða að finna, vegna brasks sem fengið hefur að vaða uppi óátölulaust í Reykjavík. „Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“.“ skrifar Grímur í grein sem hann birti á Vísi nú fyrir stundu. Grímur fór að grennslast fyrir um þetta með lögheimili hinna heimilislausu. „Og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus.“ Að sögn Gríms eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hann spyr því: „Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina.“ Grímur segir mál af þessu tagi koma upp aftur og aftur og hafi gert undanfarna áratugi, brunagildrur á Kársnesi, á Höfða, í Breiðholti og víðar. „Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason fjallar um brunann við Bræðraborgarstíg og telur ýmsa samverkandi þætti hafa valdið því að svo skelfilega fór sem fór. 26. júní 2020 14:34 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Grímur Atlason framkvæmdastjóri telur margþættar ástæður búa að baki því að svo skelfilega fór sem fór þegar eldur braust út í húsi við Bræðraborgarstíg. Hann telur yfirvöld, og okkur öll, bera þar ábyrgð. Grímur segir að brunagildrur sé víða að finna, vegna brasks sem fengið hefur að vaða uppi óátölulaust í Reykjavík. „Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“.“ skrifar Grímur í grein sem hann birti á Vísi nú fyrir stundu. Grímur fór að grennslast fyrir um þetta með lögheimili hinna heimilislausu. „Og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus.“ Að sögn Gríms eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hann spyr því: „Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina.“ Grímur segir mál af þessu tagi koma upp aftur og aftur og hafi gert undanfarna áratugi, brunagildrur á Kársnesi, á Höfða, í Breiðholti og víðar. „Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason fjallar um brunann við Bræðraborgarstíg og telur ýmsa samverkandi þætti hafa valdið því að svo skelfilega fór sem fór. 26. júní 2020 14:34 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason fjallar um brunann við Bræðraborgarstíg og telur ýmsa samverkandi þætti hafa valdið því að svo skelfilega fór sem fór. 26. júní 2020 14:34
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51