Auðmýktin og siðferðisþrekið í öndvegi Kristín S. Bjarnadóttir skrifar 26. júní 2020 12:30 Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar