Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 11:17 Smit kom upp í ráðuneytum þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, þó ekki á ráðherragangi. Fimmtán starfsmenn ráðuneytisins eru komnir í sjálfskipað sóttkví. visir/vilhelm Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52