Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 23:41 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom frá Bandaríkjunum fyrir rúmri viku en sýnataka við komuna til landsins var neikvæð. Annað sýni, sem tekið var síðar, reyndist jákvætt. VÍSIR/BÁRA „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit
Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52