Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 07:39 Minnst ein blaðra rataði ekki alla leið yfir landamærin. AP/Yang Ji Woong Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu. Samtökin, sem kallast Fighters for a Free North Korea, segja bæklingana vera um 500 þúsund talsins og að tuttugu stórar helíumblöðrur hafi verið notaðar. Auk bæklinga voru sendir tvö þúsund dalir í eins dala seðlum og þúsund minniskort. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu krafist þess að komið yrði í veg fyrir sendinguna, í samræmi við samkomulag Kim og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu frá 2018. Gæsla á landamærunum hafði verið aukin en aðgerðasinnarnir sendu blöðrurnar yfir landamærin í skjóli nætur, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Norður-Kóreumenn segjast hafa prentað út tólf milljónir eintaka af eigin áróðursbæklingum og að þeir verði sendir til suðurs yfir landamærin. Þá segir Reuters að hermenn hafi sést endurreisa stærðarinnar hátalarakerfi við landamæri ríkjanna. Það kerfi var tekið niður árið 2018 en hafði áður verið notað til að básúna kommúnistaáróðri yfir landamærin. Líklegt er að athæfið muni auka spennuna á Kóreuskaganum enn frekar, en hún hefur aukist til muna undanfarin misseri. Yfirlýsingar Norður-Kóreu gagnvart nágrönnum þeirra í suðri hafa orðið sífellt alvarlegri. Frá því að systir Kim, Kim Yo Jong, tók við stjórn samskipta ríkjanna hefur mikil harka færst í leikana. beinum samskiptum ríkjanna hefur verið slitið og yfirvöld Norður-Kóreu sprengdu samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16. júní 2020 07:23 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu. Samtökin, sem kallast Fighters for a Free North Korea, segja bæklingana vera um 500 þúsund talsins og að tuttugu stórar helíumblöðrur hafi verið notaðar. Auk bæklinga voru sendir tvö þúsund dalir í eins dala seðlum og þúsund minniskort. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu krafist þess að komið yrði í veg fyrir sendinguna, í samræmi við samkomulag Kim og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu frá 2018. Gæsla á landamærunum hafði verið aukin en aðgerðasinnarnir sendu blöðrurnar yfir landamærin í skjóli nætur, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Norður-Kóreumenn segjast hafa prentað út tólf milljónir eintaka af eigin áróðursbæklingum og að þeir verði sendir til suðurs yfir landamærin. Þá segir Reuters að hermenn hafi sést endurreisa stærðarinnar hátalarakerfi við landamæri ríkjanna. Það kerfi var tekið niður árið 2018 en hafði áður verið notað til að básúna kommúnistaáróðri yfir landamærin. Líklegt er að athæfið muni auka spennuna á Kóreuskaganum enn frekar, en hún hefur aukist til muna undanfarin misseri. Yfirlýsingar Norður-Kóreu gagnvart nágrönnum þeirra í suðri hafa orðið sífellt alvarlegri. Frá því að systir Kim, Kim Yo Jong, tók við stjórn samskipta ríkjanna hefur mikil harka færst í leikana. beinum samskiptum ríkjanna hefur verið slitið og yfirvöld Norður-Kóreu sprengdu samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16. júní 2020 07:23 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00
Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00
Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16. júní 2020 07:23
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21