Búðarferðir Michael Jordan í þá daga þurftu að vera úthugsaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 13:00 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í fyrstu úrslitakeppninni þar sem hann fór alla leið. Getty/ B Miller Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers. NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers.
NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira