Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2020 21:35 Óskar Hrafn hefði viljað sjá lið sitt spila betur en var sáttur með þrjú stig. Vísir/Mynd Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti