Er ég Íslendingur? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 18. júní 2020 16:06 „Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Black Lives Matter Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun