Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2020 23:09 Flaggskip Grænlendinga siglir inn Viðeyjarsund síðdegis í fyrstu ferðinni til Íslands eftir að siglingsamstarf Royal Arctic Line og Eimskips hófst formlega, sem var 12. júní. Skipið kom frá Danmörku, hlaðið varningi til Íslands, en tekur jafnframt drjúgan farm í Reykjavík til að sigla með áfram til Nuuk. Stöð 2/KMU. Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58