Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 18:30 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39
Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37