„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2020 18:30 Phillip Schofield, til vinstri, virtist hafa húmor fyrir tímaruglingnum hjá Katrínu Jakobsdóttur og samstarfsmönnum hennar. Mynd/skjáskot/Vilhelm Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020 Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020
Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning