Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. júní 2020 19:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun, þegar búið verði að reyna allar leiðir til að komast í samband við mennina. Víðir segir að tengsl sex einstaklinga við hópinn sem fjallað var um í gær og dag, hafi komið í ljós við rannsókn málsins. „Við fórum að rannsaka dvalarstað þar sem hópur Rúmena hafði skráð sig í sóttkví, þeir voru ekki þar og við erum að leita þeirra vegna brots á sóttkví,“ segir Víðir og segir að tengslin felist í samskiptum milli hópanna tveggja. Hann segir þá að aðallega sé hópsins leitað vegna brots á sóttkví, þar sem mennirnir komu til landsins fyrir fáeinum dögum og eigi því að vera í sóttkví. Þó sé hópurinn mögulega útsettur fyrir smiti. „Fyrst og fremst erum við að leita að þeim út af broti á sóttkvínni en ef þeir hafa verið í samskiptum við hinn hópinn þá eru þeir útsettir fyrir smiti. Það er mjög mikilvægt að við náum tali af þeim og ræðum málin við þá.“ Víðir segist líta málið afar alvarlegum augum, og að því verði tekið með mikilli festu. Hann segir að mögulega þurfi að lýsa eftir fólkinu sem nú er leitað, en í gærkvöldi lýsti lögreglan eftir þremur mönnum sem nú hafa allir fundist. „Það er hugsanlegt að við gerum það. Við erum bara að kanna hvort það náist í þá, hvort þeir svari þeim símum og annað sem við höfum hjá þeim. Það verður bara að koma í ljós í kvöld eða fyrramálið hvort við lýsum eftir þeim.“ Víðir segir mennina alla hafa skráð að þeir ætluðu að verja sóttkvínni, sem þeir eru taldir hafa brotið, í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem lýst var eftir ekki reynst samvinnuþýðir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segir mennina sem lýst var eftir í gær og hefur nú verið komið fyrir í sóttkví við Rauðarárstíg, ekki hafa verið samvinnuþýða við rannsókn málsins. „Þeir hafa ekki verið mjög hjálplegir gagnvart smitrakningunni og heldur ekki að gefa upp ferðir sínar. Við höfum bara þessar upplýsingar að þeir komu í gegn um Keflavík, þeir hafa verið á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur. Smitrakning hafi gengið erfiðlega. Unnið sé út frá því þýfi sem fannst í fórum fólksins og miðað við það hafi þau farið víða. „Það eru vísbendingar um að þeir hafi komið til landsins í þessum tilgangi, að stunda brotastarfsemi þannig það er líklegt að þeir hafi farið á fleiri staði í þeim tilgangi.“ Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að senda smitaða úr landi Þriðji maðurinn sem leitað var að í allan dag fannst á fimmta tímanum í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður yfirheyrður og sendur í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hægt að útiloka að upp komi hópsýkingar vegna málsins. „Við vitum ekki hvernig þeir hafa verið í samskiptum við Íslendinga til þessa en ég býst nú kannski við að þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum en þó veit ég ekki en ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,“ segir Þórólfur. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki sem brýtur lög um sóttvarnir úr landi og er það til skoðunar. „Við getum ekki vísað smituðu fólki úr landi. Við getum hins vegar vísað fólki sem er í sóttkví og er ekki með smit út landi,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17 Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun, þegar búið verði að reyna allar leiðir til að komast í samband við mennina. Víðir segir að tengsl sex einstaklinga við hópinn sem fjallað var um í gær og dag, hafi komið í ljós við rannsókn málsins. „Við fórum að rannsaka dvalarstað þar sem hópur Rúmena hafði skráð sig í sóttkví, þeir voru ekki þar og við erum að leita þeirra vegna brots á sóttkví,“ segir Víðir og segir að tengslin felist í samskiptum milli hópanna tveggja. Hann segir þá að aðallega sé hópsins leitað vegna brots á sóttkví, þar sem mennirnir komu til landsins fyrir fáeinum dögum og eigi því að vera í sóttkví. Þó sé hópurinn mögulega útsettur fyrir smiti. „Fyrst og fremst erum við að leita að þeim út af broti á sóttkvínni en ef þeir hafa verið í samskiptum við hinn hópinn þá eru þeir útsettir fyrir smiti. Það er mjög mikilvægt að við náum tali af þeim og ræðum málin við þá.“ Víðir segist líta málið afar alvarlegum augum, og að því verði tekið með mikilli festu. Hann segir að mögulega þurfi að lýsa eftir fólkinu sem nú er leitað, en í gærkvöldi lýsti lögreglan eftir þremur mönnum sem nú hafa allir fundist. „Það er hugsanlegt að við gerum það. Við erum bara að kanna hvort það náist í þá, hvort þeir svari þeim símum og annað sem við höfum hjá þeim. Það verður bara að koma í ljós í kvöld eða fyrramálið hvort við lýsum eftir þeim.“ Víðir segir mennina alla hafa skráð að þeir ætluðu að verja sóttkvínni, sem þeir eru taldir hafa brotið, í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem lýst var eftir ekki reynst samvinnuþýðir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segir mennina sem lýst var eftir í gær og hefur nú verið komið fyrir í sóttkví við Rauðarárstíg, ekki hafa verið samvinnuþýða við rannsókn málsins. „Þeir hafa ekki verið mjög hjálplegir gagnvart smitrakningunni og heldur ekki að gefa upp ferðir sínar. Við höfum bara þessar upplýsingar að þeir komu í gegn um Keflavík, þeir hafa verið á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur. Smitrakning hafi gengið erfiðlega. Unnið sé út frá því þýfi sem fannst í fórum fólksins og miðað við það hafi þau farið víða. „Það eru vísbendingar um að þeir hafi komið til landsins í þessum tilgangi, að stunda brotastarfsemi þannig það er líklegt að þeir hafi farið á fleiri staði í þeim tilgangi.“ Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að senda smitaða úr landi Þriðji maðurinn sem leitað var að í allan dag fannst á fimmta tímanum í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður yfirheyrður og sendur í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hægt að útiloka að upp komi hópsýkingar vegna málsins. „Við vitum ekki hvernig þeir hafa verið í samskiptum við Íslendinga til þessa en ég býst nú kannski við að þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum en þó veit ég ekki en ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,“ segir Þórólfur. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki sem brýtur lög um sóttvarnir úr landi og er það til skoðunar. „Við getum ekki vísað smituðu fólki úr landi. Við getum hins vegar vísað fólki sem er í sóttkví og er ekki með smit út landi,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17 Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?