430 einstaklingar fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 12:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fengið hafa undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví starfa í matvælaframleiðslu. Lang flestir þeirra sem nýtt hafa undanþáguna eru með skráð lögheimili á Íslandi. Heilt yfir hafa 430 einstaklingar fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví sem er kölluð sóttkví B. Framan af, á meðan að fjöldi smita var í hámarki hér á landi var aðeins veitt undanþága fyrir starfsfólk sem þótti samfélagslega mikilvægt. Til að mynda starfsfólk í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að slakað var á reglum um sóttkví B fjölgaði undanþágum. „Lang stærsti hlutinn hefur tengst matvælaframleiðslu, þetta eru sérfræðingar varðandi fiskeldi og annað. Hinn hópurinn eru starfsmenn sem tengjast mikilvægum innviðum eins og fjarskiptum og raforkukerfum, þeir eru þá sérfræðingar í einhverjum ákveðnum búnaði sem hefur bilað og þurft að laga,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ekki hafa verið afgreiddar margar undanþágur vegna kvikmyndaframleiðslu. Langflestir þeirra sem hafa fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví eru með skráð lögheimili á Íslandi, Norðurlöndum, Bretlandi og Kanada. „Lang stærsti einstaki hópurinn sem hefur farið í sóttkví B eru Íslendingar sem vegna starfa sinna hafa þurft að fara í sóttkví en farið í þessa sóttkví B því kannski allur vinnustaðurinn þurfti að fara í sóttkví. Nærtækasta dæmið fyrir okkur er smitrakningateymið okkar. Þar kom upp hugsanlegt smit og allt teymið fór í sóttkví B en allur hópurinn var þá saman í sóttkvínni, saman í vinnunni og blandaðist engum öðrum. Þennan hóp settum við á hótel til að hafa hann aðskilinn öðrum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Flestir þeirra sem fengið hafa undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví starfa í matvælaframleiðslu. Lang flestir þeirra sem nýtt hafa undanþáguna eru með skráð lögheimili á Íslandi. Heilt yfir hafa 430 einstaklingar fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví og í staðinn farið í svokallaða vinnusóttkví sem er kölluð sóttkví B. Framan af, á meðan að fjöldi smita var í hámarki hér á landi var aðeins veitt undanþága fyrir starfsfólk sem þótti samfélagslega mikilvægt. Til að mynda starfsfólk í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að slakað var á reglum um sóttkví B fjölgaði undanþágum. „Lang stærsti hlutinn hefur tengst matvælaframleiðslu, þetta eru sérfræðingar varðandi fiskeldi og annað. Hinn hópurinn eru starfsmenn sem tengjast mikilvægum innviðum eins og fjarskiptum og raforkukerfum, þeir eru þá sérfræðingar í einhverjum ákveðnum búnaði sem hefur bilað og þurft að laga,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ekki hafa verið afgreiddar margar undanþágur vegna kvikmyndaframleiðslu. Langflestir þeirra sem hafa fengið undanþágu frá hefðbundinni sóttkví eru með skráð lögheimili á Íslandi, Norðurlöndum, Bretlandi og Kanada. „Lang stærsti einstaki hópurinn sem hefur farið í sóttkví B eru Íslendingar sem vegna starfa sinna hafa þurft að fara í sóttkví en farið í þessa sóttkví B því kannski allur vinnustaðurinn þurfti að fara í sóttkví. Nærtækasta dæmið fyrir okkur er smitrakningateymið okkar. Þar kom upp hugsanlegt smit og allt teymið fór í sóttkví B en allur hópurinn var þá saman í sóttkvínni, saman í vinnunni og blandaðist engum öðrum. Þennan hóp settum við á hótel til að hafa hann aðskilinn öðrum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira