Von á nokkur hundruð farþegum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2020 12:54 Nokkur hundruð farþegar koma með sjö flugvélum til landsins á mánudag þegar skimanir hefjast á flugvellinum. visir/Vilhelm Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum á mánudag þegar nýjar reglur vegna komu ferðamanna taka gildi og skimun vegna kórónuveirunnar hefst í Keflavík. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Flestir koma frá Kaupmannahöfn, enda eru þrjár vélar þaðan á áætlun á mánudag. „Það er töluvert mikið um Íslendinga sem eru að koma heim. Við höfum heyrt að þetta sé mikið af námsmönnum og fólki sem er að koma heim til Íslands í frí." Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að allir um borð í vélum á leið til landsins og á flugvellinum þurfi að bera andlitsgrímur. Á vellinum verða tíu sýnatökubásar og verður unnt að skima um tvö hundruð farþega á hverri klukkustund. Mest tvö þúsund manns á dag. „Það verða framkvæmdar prófanir í dag og við erum líka búin að senda búnað á Akuereyri, Egilsstaði og á Reykjavíkurflugvöll. Svo er verið að taka til búnað sem verður notaður í kringum Norrænu," segir Víðir. Sóttvarnarlæknir verður meðal annarra viðstaddur prófanir á flugvellinum klukkan tvö í dag. Víðir segir allt ganga samkvæmt áætlun. „Það er verið að prófa allan vélbúnað og alla ferla. Hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Ég reikna ekki með að það verði tekin sýni í dag en að öðru leyti gengið alla leið í prófunum," segir Víðir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum á mánudag þegar nýjar reglur vegna komu ferðamanna taka gildi og skimun vegna kórónuveirunnar hefst í Keflavík. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Flestir koma frá Kaupmannahöfn, enda eru þrjár vélar þaðan á áætlun á mánudag. „Það er töluvert mikið um Íslendinga sem eru að koma heim. Við höfum heyrt að þetta sé mikið af námsmönnum og fólki sem er að koma heim til Íslands í frí." Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að allir um borð í vélum á leið til landsins og á flugvellinum þurfi að bera andlitsgrímur. Á vellinum verða tíu sýnatökubásar og verður unnt að skima um tvö hundruð farþega á hverri klukkustund. Mest tvö þúsund manns á dag. „Það verða framkvæmdar prófanir í dag og við erum líka búin að senda búnað á Akuereyri, Egilsstaði og á Reykjavíkurflugvöll. Svo er verið að taka til búnað sem verður notaður í kringum Norrænu," segir Víðir. Sóttvarnarlæknir verður meðal annarra viðstaddur prófanir á flugvellinum klukkan tvö í dag. Víðir segir allt ganga samkvæmt áætlun. „Það er verið að prófa allan vélbúnað og alla ferla. Hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Ég reikna ekki með að það verði tekin sýni í dag en að öðru leyti gengið alla leið í prófunum," segir Víðir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira