„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:58 Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld Vísir/Sigurjón „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Forsetakosningar 2020 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
„Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira