Segir framgöngu lögreglunnar í Bandaríkjunum hræðilegt mál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 17:58 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA „Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36
Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39
Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00