Segir titilvonir Stjörnunnar byggðar á sandi: „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þá að Íslandsmeisturum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 14:30 Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson þjálfa Stjörnuna saman. vísir/sigurjón Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu? Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu?
Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira