Ríður á að ferðaþjónustufólk fylgist með heilsu ferðamanna sem það sinnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 15:42 Víðir Reynisson á fundi dagsins ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón „Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
„Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira