Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2020 14:42 Í svörum frá ráðuneytinu kemur fram að bréfin sem Ólafur Heiðar sendi til ráðherranefndarinnar, þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi, voru ekki borin undir Bjarna Benediktsson ráðherra. Ólafur Heiðar Helgason, sérfræðingur á skrifstofu efnahagsmála sem er deild innan fjármálaráðuneytisins, er sá sem ritaði bréfin sem leiddu að mati Þorvaldar Gylfasonar prófessors til þess að horfið var frá því að ráða hann í stöðu ritstjóra tímaritsins Nordic Economic Policy Review. Ekki liggur enn fyrir hvað það var nákvæmlega sem fékk hann til þess að leggjast með svo afgerandi hætti gegn ráðningu Þorvaldar. „Hin norræna stýrinefnd tók ákvörðun um hver var fenginn til að gegna starfinu. Sjónarmiðunum sem um ræðir var komið á framfæri af ráðuneytinu og ekki borin undir ráðherra né aðra á skrifstofu yfirstjórnar ráðuneytisins,“ segir meðal annars í útskýringum fjármálaráðuneytisins vegna málsins sem vakið hefur mikla athygli. Þorvaldur Gylfason hefur, í samtali við Vísi, sagt að hann vilji ekki að svo stöddu máli tjá sig um það. Sigríður Rut þurfti að kreista gögnin út úr ráðuneytinu Vísir hefur reynt að ná tali af Ólafi Heiðari en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu mun hann ekki tjá sig um málið. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar. En ef marka má svör ráðuneytisins var bréfið ekki borið undir Bjarna og ólíklegt að fram fáist á fundinum hvað leiddi til þess að ráðuneytið lagðist gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn. Fundurinn verður líklega opinn og stefnt er að því að hann verði haldinn innan tveggja vikna. Vísir hefur gögn málsins undir höndum, meðal annars bréf sem Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Þorvaldar, ritar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar ráðuneytisins á afhendingu gagna. Það er dagsett 6. desember 2019. Þar segir meðal annars að Þorvaldur hafi leitað til Sigríðar Rutar vegna synjunar fjármála- og efnahagsráðuneytis um afhendingu á póstum og bréfum til aðila á vegum Norrænu ráherranefndarinnar … „frá því um og eftir mánaðamótin l-. nóvember s.l. hvar nafn umbj. míns kemur fyrir. Nánar afmarkað varðaði beiðni umbj. míns að ráðuneytinu beri að lágmarki að afhenda honum tölvupósta starfsmanns ráðuneytisins Ólafs Heiðars Helgasonar til Markku Stenborg ásamt öðrum viðtakendum og varða umbj. minn og ráðningu hans í stöðu ritstjóra tímaritsins Nordic Economic Policy Review.“ Afstaða Íslands kemur flatt upp á Marrku Í bréfaskiptum sem fara einkum milli Ólafs og Marrku Stenborg segir Ólafur Heiðar að Ísland geti ekki stutt eða mælt með Þorvaldi sem ritstjóra. Því er fagnað að þjóðerni ritstjórans skiptist reglulega milli landa en Ísland vilji frekar mæla með Íslendingi í starfið síðar en Þorvaldi. Þetta kemur fram í bréfi sem Ólafur Heiðar sendir 7. nóvember 2019. Í svarbréfi sem Marrka skrifar á þeim sama degi segist hún mjög undrandi á þessari afstöðu. Miðað við ferilskrá Þorvaldar verði ekki betur séð en að hann henti mjög vel í starfið. Skjáskot af einu bréfanna sem gengu á milli Ólafs og Markku. Í bréfunum segir Ólafur meðal annars að eftir að þau í ráðuneytinu hafi rætt þetta sín á milli þá hafi niðurstaðan verið sú að þau gætu ekki mælt með Þorvaldi í starfið. Ólafur svarar næsta dag og segir þetta rétt: hann njóti ekki stuðnings fjármálaráðuneytisins. Sem hins vegar geti vel hugsað sér að styðja Pekkarinen en yfirskrift bréfaskiptanna er: Næsti ritstjóri: Jukka Pekkarinen eða Þorvaldur Gylfason? Samkvæmt bréfunum kemur þessi afstaða sem Ólafur Heiðar setur fram flatt uppá fólk í ráðherranefndinni. Og hér ofar má sjá dæmi um bréfaskipti þar sem þetta er rætt nánar. Þar kemur meðal annars fram sú staðhæfing, sem hefur verið hrakin, að Þorvaldur sé of pólitískur og sé hann formaður Lýðræðisvaktarinnar. Seinna hefur komið á daginn, að sögn, að þær upplýsingar hafi Ólafur Heiðar byggt á gamalli Wikipedia-síðu um Þorvald. Líkt og hér má sjá kom afstaða sú sem Ólafur Heiðar kynnti flatt upp á ráðherranefndina. En ekki verður annað af bréfaskiptum ráðið að formsatriði hafi verið að ganga frá ráðningu Þorvaldar. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Ólafur Heiðar Helgason, sérfræðingur á skrifstofu efnahagsmála sem er deild innan fjármálaráðuneytisins, er sá sem ritaði bréfin sem leiddu að mati Þorvaldar Gylfasonar prófessors til þess að horfið var frá því að ráða hann í stöðu ritstjóra tímaritsins Nordic Economic Policy Review. Ekki liggur enn fyrir hvað það var nákvæmlega sem fékk hann til þess að leggjast með svo afgerandi hætti gegn ráðningu Þorvaldar. „Hin norræna stýrinefnd tók ákvörðun um hver var fenginn til að gegna starfinu. Sjónarmiðunum sem um ræðir var komið á framfæri af ráðuneytinu og ekki borin undir ráðherra né aðra á skrifstofu yfirstjórnar ráðuneytisins,“ segir meðal annars í útskýringum fjármálaráðuneytisins vegna málsins sem vakið hefur mikla athygli. Þorvaldur Gylfason hefur, í samtali við Vísi, sagt að hann vilji ekki að svo stöddu máli tjá sig um það. Sigríður Rut þurfti að kreista gögnin út úr ráðuneytinu Vísir hefur reynt að ná tali af Ólafi Heiðari en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu mun hann ekki tjá sig um málið. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar. En ef marka má svör ráðuneytisins var bréfið ekki borið undir Bjarna og ólíklegt að fram fáist á fundinum hvað leiddi til þess að ráðuneytið lagðist gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn. Fundurinn verður líklega opinn og stefnt er að því að hann verði haldinn innan tveggja vikna. Vísir hefur gögn málsins undir höndum, meðal annars bréf sem Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Þorvaldar, ritar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar ráðuneytisins á afhendingu gagna. Það er dagsett 6. desember 2019. Þar segir meðal annars að Þorvaldur hafi leitað til Sigríðar Rutar vegna synjunar fjármála- og efnahagsráðuneytis um afhendingu á póstum og bréfum til aðila á vegum Norrænu ráherranefndarinnar … „frá því um og eftir mánaðamótin l-. nóvember s.l. hvar nafn umbj. míns kemur fyrir. Nánar afmarkað varðaði beiðni umbj. míns að ráðuneytinu beri að lágmarki að afhenda honum tölvupósta starfsmanns ráðuneytisins Ólafs Heiðars Helgasonar til Markku Stenborg ásamt öðrum viðtakendum og varða umbj. minn og ráðningu hans í stöðu ritstjóra tímaritsins Nordic Economic Policy Review.“ Afstaða Íslands kemur flatt upp á Marrku Í bréfaskiptum sem fara einkum milli Ólafs og Marrku Stenborg segir Ólafur Heiðar að Ísland geti ekki stutt eða mælt með Þorvaldi sem ritstjóra. Því er fagnað að þjóðerni ritstjórans skiptist reglulega milli landa en Ísland vilji frekar mæla með Íslendingi í starfið síðar en Þorvaldi. Þetta kemur fram í bréfi sem Ólafur Heiðar sendir 7. nóvember 2019. Í svarbréfi sem Marrka skrifar á þeim sama degi segist hún mjög undrandi á þessari afstöðu. Miðað við ferilskrá Þorvaldar verði ekki betur séð en að hann henti mjög vel í starfið. Skjáskot af einu bréfanna sem gengu á milli Ólafs og Markku. Í bréfunum segir Ólafur meðal annars að eftir að þau í ráðuneytinu hafi rætt þetta sín á milli þá hafi niðurstaðan verið sú að þau gætu ekki mælt með Þorvaldi í starfið. Ólafur svarar næsta dag og segir þetta rétt: hann njóti ekki stuðnings fjármálaráðuneytisins. Sem hins vegar geti vel hugsað sér að styðja Pekkarinen en yfirskrift bréfaskiptanna er: Næsti ritstjóri: Jukka Pekkarinen eða Þorvaldur Gylfason? Samkvæmt bréfunum kemur þessi afstaða sem Ólafur Heiðar setur fram flatt uppá fólk í ráðherranefndinni. Og hér ofar má sjá dæmi um bréfaskipti þar sem þetta er rætt nánar. Þar kemur meðal annars fram sú staðhæfing, sem hefur verið hrakin, að Þorvaldur sé of pólitískur og sé hann formaður Lýðræðisvaktarinnar. Seinna hefur komið á daginn, að sögn, að þær upplýsingar hafi Ólafur Heiðar byggt á gamalli Wikipedia-síðu um Þorvald. Líkt og hér má sjá kom afstaða sú sem Ólafur Heiðar kynnti flatt upp á ráðherranefndina. En ekki verður annað af bréfaskiptum ráðið að formsatriði hafi verið að ganga frá ráðningu Þorvaldar.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira