Kortavelta ferðaskrifstofa dróst saman í maí á meðan áfengisverslun jókst verulega Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 10:30 Íslendingar keyptu íslenskar vörur og þjónustu í auknum mæli. Getty/Jeffrey Greenberg Kaup Íslendinga á innlendum vörum og þjónustu hefur aukist verulega á milli ára en kortavelta Íslendinga hér á landi var 13,6% hærri en á sama tíma árið 2019. Gögn rannsóknarseturs verslunarinnar sýna að Íslendingar ætla að ferðast innanlands í sumar en Íslendingar kaupa nú gistiþjónustu í auknum mæli. Innlend kortavelta gististaða jókst um helming og nam tæpum 600 milljónum samanborið við tæpar 400 milljónir í maí 2019. Aukningin er mest á netinu sem bendir til þess að Íslendingar vinni nú að skipulagningu ferða. Kortavelta á netinu nam 158 milljónum í maí 2020 samanborið við 36 milljónir í fyrra. Kortavelta ferðaskrifstofa dróst saman um 87% milli ára og nam einungis 161 milljón í ár samanborið við 1,3 milljarða í maí 2019. Í mars og apríl hafði kortavelta dregist saman um 13% sem bitnaði á seljendum og þjónustu. Verslun í maí var aftur á móti 22% hærri en í fyrra. Kortavelta í byggingavöruverslunum nam 4,4 milljörðum í maí og segir í tilkynningu RSV að líklega hafi velta í byggingavöruverslun aldrei verið jafnhá í einum mánuði. Áfengisverslun jókst í maí um 46% og kortavelta stórmarkaða og dagvöruverslana hækkaði um 20% í milli ára. Fataverslun náði sér eftir samdrátt í mars og apríl og jókst velta um 19% frá maí 2019. Tollfrjáls verslun dróst saman í tölfræði RSV um 97% og var eini flokkur verslunar sem dróst saman. Kortavelta snyrti- og heilsutengdrar þjónustu jókst um 88% milli maí-mánaða en mikil eftirspurn var eftir því að komast í klippingu til dæmis eftir að hluta samkomubanns var aflétt í byrjun maí. Verslun Samkomubann á Íslandi Áfengi og tóbak Greiðslumiðlun Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kaup Íslendinga á innlendum vörum og þjónustu hefur aukist verulega á milli ára en kortavelta Íslendinga hér á landi var 13,6% hærri en á sama tíma árið 2019. Gögn rannsóknarseturs verslunarinnar sýna að Íslendingar ætla að ferðast innanlands í sumar en Íslendingar kaupa nú gistiþjónustu í auknum mæli. Innlend kortavelta gististaða jókst um helming og nam tæpum 600 milljónum samanborið við tæpar 400 milljónir í maí 2019. Aukningin er mest á netinu sem bendir til þess að Íslendingar vinni nú að skipulagningu ferða. Kortavelta á netinu nam 158 milljónum í maí 2020 samanborið við 36 milljónir í fyrra. Kortavelta ferðaskrifstofa dróst saman um 87% milli ára og nam einungis 161 milljón í ár samanborið við 1,3 milljarða í maí 2019. Í mars og apríl hafði kortavelta dregist saman um 13% sem bitnaði á seljendum og þjónustu. Verslun í maí var aftur á móti 22% hærri en í fyrra. Kortavelta í byggingavöruverslunum nam 4,4 milljörðum í maí og segir í tilkynningu RSV að líklega hafi velta í byggingavöruverslun aldrei verið jafnhá í einum mánuði. Áfengisverslun jókst í maí um 46% og kortavelta stórmarkaða og dagvöruverslana hækkaði um 20% í milli ára. Fataverslun náði sér eftir samdrátt í mars og apríl og jókst velta um 19% frá maí 2019. Tollfrjáls verslun dróst saman í tölfræði RSV um 97% og var eini flokkur verslunar sem dróst saman. Kortavelta snyrti- og heilsutengdrar þjónustu jókst um 88% milli maí-mánaða en mikil eftirspurn var eftir því að komast í klippingu til dæmis eftir að hluta samkomubanns var aflétt í byrjun maí.
Verslun Samkomubann á Íslandi Áfengi og tóbak Greiðslumiðlun Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira