Pepsi Max kvenna eftir 3 daga: Þriðja markahæsta lið deildarinnar féll í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 13:00 Keflavíkurkonur fagna einu af þrjátíu mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í fyrra. Á myndinni fá sjá þrjá markahæstu leikmenn liðsins. Sophie Mc Mahon Groff tekur á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur en aðrir leikmenn faðma Natasha Moraa Anasi. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 3 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Það var svo sannarlega ekki sóknarleikurinn sem felldi Keflavíkurkonur í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar. Það voru aðeins taplausu toppliðin, Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks, sem skoruðu fleiri mörk en Keflavíkurliðið. Keflavík skoraði þannig sex mörkum meira en Selfoss sem varð í þriðja sæti og tók bikarmeistaratitilinn. Keflavíkurliðið skoraði helming marka sinna í sigurleikjunum fjórum þar af níu í sigrum á KR (4-0) og Stjörnunni (5-0) í tveimur leikjum í röð í júní. Miklu munaði um hina átján ára gömlu Sveindísi Jane Jónsdóttur sem var með 7 mörk, 8 stoðsendingar og 2 víti og kom alls að 17 mörkum Keflavíkurliðsins með beinum hætti. Hún átti líka þátt í undirbúningi fimm marka í vibót og Keflavíkurliðið skoraði því aðeins átta mörk án þess að hún kæmi við sögu. Keflavíkurliðið setti með þessu nýtt met og bætti það gamla um heil sjö mörk. Aldrei hefur lið fallið úr tíu liða efstu deild kvenna með jafnmörg mörk. Gamla metið átti Fylkisliðið frá 2012 en þá dugði það þeim ekki að skora 23 mörk. Flest mörk í Pepsi Max deild kvenna 2019: 1. Valur 65 2. Breiðablik 54 3. Keflavík 30 4. Þór/KA 29 4. ÍBV 29 6. Selfoss 24 6. KR 24 8. Fylkir 22 9. Stjarnan 21 10. HK/Víkingur 12 Flest mörk falliða í tíu liða úrvalsdeild kvenna (2008-2019): 30 - Keflavík, 2019 23 - Fylkir, 2012 21 - FH, 2010 20 - HK/Víkingur, 2013 20 - Grindavík, 2011 20 - HK/Víkingur 2008 19 - Þróttur R., 2011 18 - FH, 2018 18 - Selfoss, 2016 18 - FH 2014 Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Einu sinni var... Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 3 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Það var svo sannarlega ekki sóknarleikurinn sem felldi Keflavíkurkonur í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar. Það voru aðeins taplausu toppliðin, Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks, sem skoruðu fleiri mörk en Keflavíkurliðið. Keflavík skoraði þannig sex mörkum meira en Selfoss sem varð í þriðja sæti og tók bikarmeistaratitilinn. Keflavíkurliðið skoraði helming marka sinna í sigurleikjunum fjórum þar af níu í sigrum á KR (4-0) og Stjörnunni (5-0) í tveimur leikjum í röð í júní. Miklu munaði um hina átján ára gömlu Sveindísi Jane Jónsdóttur sem var með 7 mörk, 8 stoðsendingar og 2 víti og kom alls að 17 mörkum Keflavíkurliðsins með beinum hætti. Hún átti líka þátt í undirbúningi fimm marka í vibót og Keflavíkurliðið skoraði því aðeins átta mörk án þess að hún kæmi við sögu. Keflavíkurliðið setti með þessu nýtt met og bætti það gamla um heil sjö mörk. Aldrei hefur lið fallið úr tíu liða efstu deild kvenna með jafnmörg mörk. Gamla metið átti Fylkisliðið frá 2012 en þá dugði það þeim ekki að skora 23 mörk. Flest mörk í Pepsi Max deild kvenna 2019: 1. Valur 65 2. Breiðablik 54 3. Keflavík 30 4. Þór/KA 29 4. ÍBV 29 6. Selfoss 24 6. KR 24 8. Fylkir 22 9. Stjarnan 21 10. HK/Víkingur 12 Flest mörk falliða í tíu liða úrvalsdeild kvenna (2008-2019): 30 - Keflavík, 2019 23 - Fylkir, 2012 21 - FH, 2010 20 - HK/Víkingur, 2013 20 - Grindavík, 2011 20 - HK/Víkingur 2008 19 - Þróttur R., 2011 18 - FH, 2018 18 - Selfoss, 2016 18 - FH 2014
Flest mörk í Pepsi Max deild kvenna 2019: 1. Valur 65 2. Breiðablik 54 3. Keflavík 30 4. Þór/KA 29 4. ÍBV 29 6. Selfoss 24 6. KR 24 8. Fylkir 22 9. Stjarnan 21 10. HK/Víkingur 12 Flest mörk falliða í tíu liða úrvalsdeild kvenna (2008-2019): 30 - Keflavík, 2019 23 - Fylkir, 2012 21 - FH, 2010 20 - HK/Víkingur, 2013 20 - Grindavík, 2011 20 - HK/Víkingur 2008 19 - Þróttur R., 2011 18 - FH, 2018 18 - Selfoss, 2016 18 - FH 2014
Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Einu sinni var... Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira