Meintur njósnari fyrir CIA og Mossad dæmdur til dauða í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 09:05 Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak í byrjun árs. EPA/YAHYA ARHAB Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni. Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni.
Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00