Hegerberg landaði risasamningi við Nike í meiðslunum Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 20:00 Ada Hegerberg hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð með Lyon og setti markamet í keppninni í fyrra. VÍSIR/GETTY Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30