Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 08:08 Mótmælin í Washington-borg í gær eru talin þau fjölmennustu til þessa í mótmælaöldunni sem hófst fyrir að verða tveimur vikum. AP/Jacquelyn Martin Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle
Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56
Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20