Yfir hina pólitísku miðju Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. júní 2020 08:00 Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun