8 dagar í Pepsi Max: Þarf að fara aftur til 1989 til að finna færri grasleiki í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 12:00 Stjörnumarkvörðurinn Haraldur Björnsson hefur hér fengið slæma byltu í leik á móti Blikum á gervigrasinu í Garðbænum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast í júní í fyrsta sinn í meira en sex áratugi en þrátt fyrir það verður aðeins einn af sex leikjum fyrstu umferðarinnar á náttúrulegu grasi. Það er þó ekki slæmum vallarskilyrðum um að kenna heldur hafa liðin verið að færa sig yfir á gervigras. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð Pepsi verður leikur ÍA og KA á Norðurálsvelli á Akranesi. Hinir fimm leikirnir fara allir fram á gervigrasi. Það verður spilað í Kórnum, á gervigrasi Valsmanna á Origo vellinum, á gervigrasi Víkinga í Fossvogi, á gervigrasinu á Kópavogsvelli og lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á gervigrasi Stjörnumanna á Samsung vellinum í Garðabæ. Sjö af tólf liðum spila á gervigrasi í sumar eða Valur, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta. KR, FH, ÍA og KA spila á grasi. Síðast fór aðeins einn grasleikur fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins árið 1989 eða fyrir 31 ári síðan. Frá og með 1990 hafa alltaf verið þrír eða fleiri grasleikir í fyrstu umferðinni. Það var kalt vorið 1989 og eini leikurinn á grasi var leikur FH og KA. Hann fór þó ekki fram á aðalvellinum í Kaplakrika heldur á æfingasvæðinu. Tveir af leikjunum voru spilaðir á þá frekar nýlegu gervigrasi í Laugardalnum og tveir leikir voru spilaðir á möl, einn á Akureyri en hinn í Keflavík. Þetta var þó enn verra sumarið 1988 en þá var enginn grasleikur í fyrstu umferðinni. Tveir leikir fóru þá fram á gervigrasi í Laugardalnum og tveir á möl. Fimmta leiknum var síðan frestað inn í júnímánuð vegna slæmra aðstæðna fyrir norðan en það var innbyrðis leikur Akureyrarliðanna, Þór og KA. Það voru fjórir grasleikir í fyrstu umferðinni í fyrra en tveir voru þá spilaði á gervigrasi. Mest áður höfðu verið þrír gervigrasleikir í fyrstu umferðinni sumurin 2014, 2016 og 2018. Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast í júní í fyrsta sinn í meira en sex áratugi en þrátt fyrir það verður aðeins einn af sex leikjum fyrstu umferðarinnar á náttúrulegu grasi. Það er þó ekki slæmum vallarskilyrðum um að kenna heldur hafa liðin verið að færa sig yfir á gervigras. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð Pepsi verður leikur ÍA og KA á Norðurálsvelli á Akranesi. Hinir fimm leikirnir fara allir fram á gervigrasi. Það verður spilað í Kórnum, á gervigrasi Valsmanna á Origo vellinum, á gervigrasi Víkinga í Fossvogi, á gervigrasinu á Kópavogsvelli og lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á gervigrasi Stjörnumanna á Samsung vellinum í Garðabæ. Sjö af tólf liðum spila á gervigrasi í sumar eða Valur, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta. KR, FH, ÍA og KA spila á grasi. Síðast fór aðeins einn grasleikur fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins árið 1989 eða fyrir 31 ári síðan. Frá og með 1990 hafa alltaf verið þrír eða fleiri grasleikir í fyrstu umferðinni. Það var kalt vorið 1989 og eini leikurinn á grasi var leikur FH og KA. Hann fór þó ekki fram á aðalvellinum í Kaplakrika heldur á æfingasvæðinu. Tveir af leikjunum voru spilaðir á þá frekar nýlegu gervigrasi í Laugardalnum og tveir leikir voru spilaðir á möl, einn á Akureyri en hinn í Keflavík. Þetta var þó enn verra sumarið 1988 en þá var enginn grasleikur í fyrstu umferðinni. Tveir leikir fóru þá fram á gervigrasi í Laugardalnum og tveir á möl. Fimmta leiknum var síðan frestað inn í júnímánuð vegna slæmra aðstæðna fyrir norðan en það var innbyrðis leikur Akureyrarliðanna, Þór og KA. Það voru fjórir grasleikir í fyrstu umferðinni í fyrra en tveir voru þá spilaði á gervigrasi. Mest áður höfðu verið þrír gervigrasleikir í fyrstu umferðinni sumurin 2014, 2016 og 2018. Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað)
Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira