Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 22:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. Breyta þurfi umferðarmenningu landsins. Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu urðu nýverið varanlegar göngugötur. Vegna nýrra umferðarlaga er borgaryfirvöldum þó ekki heimilt að loka beint fyrir umferð niður göturnar líkt og gert hefur verið síðustu ár með þar til gerðum hliðum. Göngugötumerkingum hefur þess í stað verið komið upp en mjög hefur borið á því að ökumenn virði skiltin að vettugi og beinlínis streymi niður göngugöturnar á bílum sínum, líkt og lögfræðingurinn Pétur Marteinn Urbancic skrásetti vandlega á samfélagsmiðlum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkurborgar ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði að borgin hefði lagst gegn þessum nýju umferðarlögum en í þeim felst að ökumenn með „P-merkta“ bíla geti keyrt göngugöturnar. Um aðgengismál er að ræða. Sigurborg sagði jafnframt að minnisblað hefði verið lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs í dag þar sem lögunum væri mótmælt. Þau ynnu í raun gegn aðgengi hreyfihamlaðra að götunum. Þess í stað væri betra að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða í hliðargötum við til dæmis Laugaveg og bæta aðgengi að sléttu yfirborði og römpum inn í verslanir og aðra þjónustu. Sigurborg tók fálega í tillögu þess efnis að ef til vill ætti að stækka göngugötumerkingarnar, svo ökumönnum yrði betur ljóst að akstur eftir götunum væri bannaður. „Ég veit ekki alveg. Það yrði þá held ég eitthvað hræðilega ljótt skilti á göngugötunni af því að ökumenn hafa ekki augun hjá sér. Þetta er bara stærð á skilti eins og gengur og gerist. Þetta er ekkert öðruvísi skilti. Ég held að þetta snúist bara um að taka tillit til hvers annars og sleppa allri meðvirkni með einkabílnum. Hann á bara ekkert erindi á þessa götu. Og þessu þarf bara að breyta,“ sagði Sigurborg. „Það mun að sjálfsögðu lagast að einhverju leyti þegar við bætum þarna hellulögn og gróður á svæðinu, ég held að það sé engin spurning. En það er líka bara einhver menning hér á þessu landi þar sem ökumenn stundum telja sig hafa allan heimsins rétt og keyra á ótrúlegustu stöðum. Þessu þarf að breyta.“ Viðtalið við Sigurborgu í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Samgöngur Skipulag Reykjavík Göngugötur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar. 3. júní 2020 06:26 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið.“ 31. maí 2020 15:35 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. Breyta þurfi umferðarmenningu landsins. Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu urðu nýverið varanlegar göngugötur. Vegna nýrra umferðarlaga er borgaryfirvöldum þó ekki heimilt að loka beint fyrir umferð niður göturnar líkt og gert hefur verið síðustu ár með þar til gerðum hliðum. Göngugötumerkingum hefur þess í stað verið komið upp en mjög hefur borið á því að ökumenn virði skiltin að vettugi og beinlínis streymi niður göngugöturnar á bílum sínum, líkt og lögfræðingurinn Pétur Marteinn Urbancic skrásetti vandlega á samfélagsmiðlum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkurborgar ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði að borgin hefði lagst gegn þessum nýju umferðarlögum en í þeim felst að ökumenn með „P-merkta“ bíla geti keyrt göngugöturnar. Um aðgengismál er að ræða. Sigurborg sagði jafnframt að minnisblað hefði verið lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs í dag þar sem lögunum væri mótmælt. Þau ynnu í raun gegn aðgengi hreyfihamlaðra að götunum. Þess í stað væri betra að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða í hliðargötum við til dæmis Laugaveg og bæta aðgengi að sléttu yfirborði og römpum inn í verslanir og aðra þjónustu. Sigurborg tók fálega í tillögu þess efnis að ef til vill ætti að stækka göngugötumerkingarnar, svo ökumönnum yrði betur ljóst að akstur eftir götunum væri bannaður. „Ég veit ekki alveg. Það yrði þá held ég eitthvað hræðilega ljótt skilti á göngugötunni af því að ökumenn hafa ekki augun hjá sér. Þetta er bara stærð á skilti eins og gengur og gerist. Þetta er ekkert öðruvísi skilti. Ég held að þetta snúist bara um að taka tillit til hvers annars og sleppa allri meðvirkni með einkabílnum. Hann á bara ekkert erindi á þessa götu. Og þessu þarf bara að breyta,“ sagði Sigurborg. „Það mun að sjálfsögðu lagast að einhverju leyti þegar við bætum þarna hellulögn og gróður á svæðinu, ég held að það sé engin spurning. En það er líka bara einhver menning hér á þessu landi þar sem ökumenn stundum telja sig hafa allan heimsins rétt og keyra á ótrúlegustu stöðum. Þessu þarf að breyta.“ Viðtalið við Sigurborgu í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Göngugötur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar. 3. júní 2020 06:26 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið.“ 31. maí 2020 15:35 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar. 3. júní 2020 06:26
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09
Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið.“ 31. maí 2020 15:35