Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 19:13 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna.
Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira