„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 19:06 Dori Levett Baldvinsson og Derek T. Allan, tveir af skipuleggjendum samstöðufundarins. Mynd/Vísir Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar. Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar.
Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira