Bandaríski landsliðsþjálfarinn segir Trump forseta vera hugleysingja og fábjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 09:30 Gregg Popovich hefur þjálfað bandaríska landsliðið undanfarin ár auk þess að stýra liði San Antonio Spurs. EPA-EFE/ADAM S DAVIS Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich. NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich.
NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins