Staðsetning án starfa Gauti Jóhannesson skrifar 30. maí 2020 19:00 Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Tollgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Gauti Jóhannesson Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun