Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: „Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 11:30 Brynjar og Anna Lísa fluttu hús á Refsstaði en verkefnið er ólokið. Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni
Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira