„Gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2020 11:00 Anna Steinsen segir mikilvægt að styrkja liðsheildina í kjölfar samkomubanns. Vísir/Vilhelm Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Sjá meira
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Sjá meira