Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 13:16 Síðasta anga Aserta-málsins virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58