Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2020 15:09 Mikið hefur mætt á þríeykinu að undanförnu. Þeim þætti ekki gott að sá árangur sem nú hefur náðst yrði að engu eftir að takmörkunum verður aflétt. Ljósmynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent