Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 22:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent