Minna á fimm manna regluna á norðanverðum Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 13:38 Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/Samúel Karl Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira