Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 18:04 Síðan hefur í nú verið tekin niður að ósk embættisins. Getty/NurPhoto - Skjáskot Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55
Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08