Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:30 Diego Costa sýndi mönnum í gær hvað hann hefur svartan húmor. Getty/ DeFodi Images Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter. Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter.
Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira