Forysta og skýr svör! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:00 Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun