Stjórnin vill hætta við arðgreiðslu Arion banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 11:02 Starfsmenn Arion banka fylgjast með komu varaforseta Bandaríkjanna í fyrra. Vísir/vilhelm Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05