Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira