Starfsfólki Google sagt að halda sig heima vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 12:12 Google er með mikla starfsemi í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst undanfarna daga. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni. Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima. Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar. Wuhan-veiran Google Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni. Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima. Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar.
Wuhan-veiran Google Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira